Ilmur Kristjánsdóttir fer á kostum í hlutverki spákonu í nýrri herferð fyrir N1 sem var frumsýnd á gamlárskvöld. Leikstjórarnir Samúel og Gunnar ásamt Hauki Björgvinssyni stýrðu gerðinni á þessari skemmtilega dulúðugu sögu af krökkum í upphafi 10. áratugar síðustu aldar sem vilja aðeins gægjast inn í framtíðina þar sem eitt og annað kemur skemmtilega á óvart.