Birtingaþjónusta

Birtingaþjónusta

Við veitum alhliða birtingaþjónustu sem miðar að því að hámarka árangur markaðsstarfs og virði auglýsingafjármagns viðskiptavina. Birtingaáætlanir byggja á traustri fagmennsku og nýjustu upplýsingum um fjölmiðla og markaðinn. Sérmenntað og sérþjálfað starfsfólk nýtir þekkingu sína og reynslu við greiningar, ráðgjöf og eftirfylgni. Við gerum birtingaáætlanir fyrir auglýsingar í öllum miðlum: netauglýsingar, auglýsingar á samfélagsmiðlum, sjónvarpsauglýsingar, bíóauglýsingar og auglýsingar í öðrum myndmiðlum, prentauglýsingar, útvarpsauglýsingar og umhverfisauglýsingar. Birtingabrunnur og vefborðabrunnur auðvelda síðan viðskiptavinum yfirsýn, áætlanir og stýringu markaðsfjár.

— Verk
COLLAB HYDRO
— Viðskiptavinur
Ölgerðin
SKOÐA VERK
— Verk
Jólin 2023
— Viðskiptavinur
BOLI
SKOÐA VERK
— Verk
Jólakveðja
— Viðskiptavinur
Landsnet
SKOÐA VERK
— Verk
Ný gjöf frá náttúrunni
— Viðskiptavinur
COLLAB
SKOÐA VERK
— Verk
Hvernig bregst þú við?
— Viðskiptavinur
Vínbúðin
SKOÐA VERK

Birtingaáætlun

Gerð birtingaáætlana byggir á traustum, tölulegum fjölmiðla- og markaðsupplýsingum ásamt langri reynslu og menntun starfsfólks auglýsingastofunnar. Takmarkið er einfalt: hámarksárangur með lágmarkskostnaði. Hvort sem markmið auglýsingar eða auglýsingaherferðar er meiri sala, öflug ímynd eða aukin vitund skiptir vönduð birtingaáætlun og rétt val á miðlum sköpum þegar kemur að árangri.

Birtingabrunnur

Birtingabrunnur ENNEMM er veftól sem við hönnuðum til að fá betri yfirsýn yfir markaðsherferðir og einnig til að gera viðskiptavinum kleift að skoða herferðina í heild eða flokka einstakar birtingar. Ekki aðeins eftir miðlum, tíma og tíðni, heldur eru auglýsingarnar sjálfar tengdar við upplýsingarnar í birtingabrunninum. Þannig má með einum smelli sjá hvaða útgáfa auglýsingar og hvaða skilaboð birtust hvar og hvenær.

Eftirfylgni

Birtingaáætlun er fylgt eftir og árangur hennar metin frá upphafi til enda. Stöðugt mat á árangri er forsenda þess að hægt sé að aðlaga birtingarnar að veruleikanum hverju sinni og breyta áherslum ef þörf krefur svo birtingafjármagn nýtist sem best.

Greiningar

Við erum sérfræðingar í greiningu markaðsupplýsinga, bæði hvað varðar markhópa og miðla, en ekki síður þegar kemur að ímynd og stöðu vörumerkja eða neyslu og lífsstíl neytenda á öllum aldri.

Ráðgjöf

ENNEMM auglýsingastofa veitir alhliða ráðgjöf um birtingar og í henni tengjast saman allir tiltækir snertifletir við markhópa og almenning: áþreifanlegir miðlar, stafrænir miðlar, samfélagsmiðlar og netmiðlar.

Vefborðabrunnur

Vefborðabrunnur ENNEMM gerir okkur kleift að fylgjast með árangri vefauglýsinga í rauntíma. Þar fæst yfirlit yfir snertingar og gerð snertinga, hversu vel vefmiðill og vefauglýsing stendur sig í fjölda smella og gæðum smella eða aðgerða notenda. Það er því fljótlegt að bregðast við og stýra birtingum eða breyta skilaboðum til að hámarks árangur náist hverju sinni.

Önnur þjónusta

Þú ert á réttum stað ef þig vantar birtingaráðgjöf

Sendu okkur línu og við verðum í sambandi
Sending móttekin
Eitthvað er í ólagi. Eru allir reitir útfylltir?