Jafnlaunastefna ENNEMM
ENNEMM skal tryggja starfsfólki sínu þau réttindi varðandi launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Störf skulu taka mið af þeim kröfum sem þau gera og laun skulu ákvörðuð í samræmi við kröfur starfa óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við kjarasamninga og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
- Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi sem byggist á staðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið með eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum.
- Flokka störf út frá þeim kröfum sem þau gera og framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf og til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur sé til staðar innan fyrirtækisins.
- Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar nema persónuverndarhagsmunir mæli gegn því.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega hlítni við lög.
- Framkvæma innri úttekt á öllum útgefnum skjölum sem tilheyra jafnlaunastjórnunarkerfi eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
- Framkvæma rýni stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
- Kynna jafnlaunastefnu árlega fyrir starfsfólki og skal hún vera aðgengileg á ytri vef ENNEMM.
Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna. Stjórnarformaður er fulltrúi jafnlaunastjórnunarkerfis og skal starfsfólk leita til hans með athugasemdir eða fyrirspurnir.
Fyrsta útgáfa gefin út 22. júní 2021