Jafnlaunastefna ENNEMM
Starfandi sjórnarformaður ber ábyrgð á að jafnlaunastjórnunakerfi ENNEMM standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og er ábyrgur fyrir innleiðingu, skjalfestingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85. Tilgangur
jafnlaunakerfisins er að tryggja að allt starfsfólk ENNEMM njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með því er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla.
- Innleiða vottað jafnlaunakerfi.
- Fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma.
- Gera innri úttekt og rýna kerfið árlega.
- Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt
störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar. - Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.
- Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Birta stefnuna á vefsíðu ENNEMM og kynna hana fyrir starfsfólki.