Herferðir

Herferðir

ENNEMM auglýsingastofa hefur mótað og stýrt mörgum af árangursríkustu auglýsingaherferðum landsins á síðustu áratugum. Lykillinn að árangri herferðar liggur í faglegri undirbúningsvinnu og umsjón, skapandi hugmyndavinnu og markvissri eftirfylgni.

Hugmyndavinna

Áður en kemur að hugmyndavinnunni sjálfri er mikilvægt að þekkja bæði viðskiptavininn og vöru hans, neytendur og markaðinn, ásamt samkeppnisvörum. Niðurstaða greiningar á þessum þáttum skapar svo grundvöllinn fyrir markvissa hugmyndavinnu sem skilar því sem að er stefnt: áberandi og ferskri herferð sem talar til markhópanna og almennings á þann hátt sem þjónar markmiðunum, hvort sem þau snúast um aukna sölu, aukna vitund, uppbyggingu ímyndar eða allt þetta í senn. Veruleikinn sem blasir við seljendum vöru og þjónustu er í grunninn sá sami og hann hefur verið um aldir þótt tækni og tækifæri breytist, það er samkeppni um athygli og yfirleitt veltur það á gæðum hugmyndarinnar að baki herferðinni hvernig til tekst.

— Verk
Brjóttu upp sumarið
— Viðskiptavinur
Kit Kat
SKOÐA VERK
— Verk
Settu þig í Hleðslu
— Viðskiptavinur
MS
SKOÐA VERK
— Verk
BARA.koffín
— Viðskiptavinur
Ölgerðin
SKOÐA VERK
— Verk
Ný rödd Nettó
— Viðskiptavinur
Nettó
SKOÐA VERK
— Verk
Appelsín – Þetta eina sanna
— Viðskiptavinur
Ölgerðin
SKOÐA VERK

Umsjón

Um leið og hugmyndin er klár og skýr þannig að hún falli vel að og styðji markmiðin tekur við framleiðsla á margvíslegu efni og stýring á birtingu þess, allt frá auglýsingum til umtals og ásýndar. Á ENNEMM vinnum við eftir slípuðum ferlum til að láta hlutina ganga upp með því að tengja saman alla þá fjölmörgu aðila sem koma að verkum.

Eftirfylgni

Ferlið okkar við herferðir og markaðsstarf er ekki línulegt heldur hringlaga. Á líftíma herferðar eða þegar verkefnið snýst um viðhald vörumerkis eða vitundar þá komum við alltaf aftur að undirbúningsstiginu og hugmyndavinnunni til að halda hjólunum gangandi og tryggja að flugið fatist ekki vegna stöðnunar. Við söfnum gögnum og greinum árangur til að meta hvort og hvernig aðlaga þurfi herferð eða átak að breyttum veruleika hverju sinni.

Önnur þjónusta

Þú ert á réttum stað ef þig vantar góða hugmynd

Sendu okkur línu og við verðum í sambandi
Sending móttekin
Eitthvað er í ólagi. Eru allir reitir útfylltir?