Markaðsráðgjöf

Markaðsráðgjöf

Á ENNEMM auglýsingastofu starfar þjálfað starfsfólk og stjórnendur með menntun og reynslu í viðskipta- og markaðsfræðum. Meðal sérgreina okkar er mörkun og stefnumótun og höfum við tekið þátt í velgengni margra af stærstu fyrirtækjum og vörumerkjum landsins. Víðtæk gagnaöflun, markviss greining tækifæra og samkeppnisgreining er undanfari þeirra aðferða sem við beitum til að ná hámarksárangri með vörumerki og veitum við ráðgjöf um alla þætti mörkunar og markaðssetningar.

— Verk
Mörkun
— Viðskiptavinur
Umhyggja
SKOÐA VERK
— Verk
Rafbíladagar
— Viðskiptavinur
BL
SKOÐA VERK
— Verk
Allt annað líf
— Viðskiptavinur
SÁÁ
SKOÐA VERK
— Verk
Mist
— Viðskiptavinur
Ölgerðin
SKOÐA VERK
— Verk
50 ára
— Viðskiptavinur
Kókómjólk
SKOÐA VERK

Í ljósi gagna og greiningar skapar markaðsvinnan grunninn að staðfæringu, hugmyndasköpun og útfærslu hugmynda með þróuðu líkani, 3C, sem tekur til þeirra meginþátta sem hafa áhrif á vörumerkið: Client, eða fyrirtækinu/vörumerkinu sjálfu og eiginleikum þess, Customer, eða viðskiptavinum og almenningi og Competitive, sem horfir til samkeppninnar sem fyrir er eða er fyrirsjáanleg. Úr þessari vinnu verður til staðfæring sem vísar fram til þeirrar áherslu og stefnu sem tekin er í hverju tilviki fyrir sig og líkleg er til að veita farveg fyrir bæði skarpa sérstöðu og skapandi hugmynd sem gerir vörumerkið einstakt á markaðinum, bæði hvað varðar innihald og andlit þess út á við.

Vörumerki og vörumerkjastefnu viðskiptavina okkar tökum við síðan til reglulegrar endurskoðunar til að tryggja að hvort tveggja haldi áfram að skila árangri og falli vel að breyttum tíma og breyttu markaðsumhverfi.

Önnur þjónusta

Þú ert á réttum stað ef þig vantar markaðsráðgjöf

Sendu okkur línu og við verðum í sambandi
Sending móttekin
Eitthvað er í ólagi. Eru allir reitir útfylltir?